Saga íslenska vitans
Saga íslenska vitans er ung, en það var ekki fyrr en árið 1878 sem fyrsti vitinn við strendur Íslands var byggður. Það var á suðvesturhorni landsins, nánar tiltekið á Valahnúk á Reykjanesi. Uppbyggingu vitakerfisins lauk með byggingu Hrollaugseyjavita árið 1954 en þá var ljósvitahringnum um landið lokað.
Eini vitinn sem byggður er af einkaaðila er vitinn á Dalatanga, milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar. Það gerði útgerðamaðurinn Otto Wathne árið 1895. Vitinn er sá elsti sem enn stendur uppi og er nú í umsjá Þjóðminjasafnsins.
1. desember 2003 var þess minnst að 125 ár voru liðin frá því fyrst blikkaði vitaljós á Íslandsströndum. Við það tilefni voru fyrstu sjö vitar landsins friðaðir. Það eru: Arnartangaviti í Skutulsfirði, Bjargtangarviti 1913. endurbyggður 1923. og 1948. Dyrhólaey 1927. Garðskagaviti hinn eldri 1897. Hríseyjarviti 1920 Malarrifsviti 1946 og Reykjanesviti byggður 1907.
Nú eru þeir ljósvitar við strendur landsins sem Siglingastofnun Íslands hefur umsjón með alls 104 að tölu en þá er ótalinn fjöldi innsiglingar- og hafnarvitar í eigu og umsjá sveitarfélaga.
Vitar á Íslandi
Leiðarljós á landsins ströndum 1878-2002
Haustið 2002 gaf Siglingastofnun út bók um sögu vitaþjónustunnar á Íslandi: Vitar á Íslandi Leiðarljós á landsins ströndum 1878-2002. Höfundar bókarinnar eru: Guðmundur Bernódusson, Guðmundur L. Hafsteinsson og Kristján Sveinsson.
Í bókinni er saga íslensku vitaþjónustunnar rakin og greint frá uppbyggingu og rekstri vitakerfisins. Hlutverki vitavarðanna gerð skil og fjallað um byggingarstíl vitanna.
Bókin fékk viðurkenningu Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafræða sem besta frumsamda íslenska fræðibókin fyrir fullorðna árið 2002.