Vitafélagið - íslensk strandmenning

Skýrsla stjórnar 2024

Starfsárið 2023-2024

Helstu verkefni félagsins á liðnu starfsári voru:

Tíu stjórnarfundir voru haldnir á starfsárinu: 28. júní, 8.ágúst, 28. ágúst, 3. október,15. janúar,29. janúar, 5. febrúar, 12. febrúar, 14. mars og 25.mars

Spegill fortíðar-silfur framtíðar

Fyrsta spegilkvöld félagsins var haldið 4.október 2023. Þá mættu til leiks Höskuldur Einarsson, sem er einn af frumkvöðlunum að stofnun Slysavarnaskóla sjómanna og einn af fyrstu þrem starfsmönnum hans. Í fyrirlestri sínum fræddi hann gesti um það hvað varð til þess að menn fóru að íhuga þessi mál og hvernig öryggisfræðsla var í Slysavarnaskólanum.

Guðbjartur I Gunnarsson, skipstjóri sagði síðan frá störfum sínum hjá Slysavarnafélgi Íslands, veru sinni á síðutogurum og sýndi stutta mynd um horfin handtök til sjós.

Miðvikudagskvöldið 8. nóvember mættu tveir Vestmannaeyingar til leiks. Konur í sjávarútvegi, var yfirskrift erindis sem Ingibjörg Bryngeirsdóttir, stýrimaður á Herjólfi hélt. En Ingibjörg hefur unnið á Herjólfi frá árinu 2005. Hún lauk prófi sem stýrimaður 2011 og tók við starfi stýrimannsins á Herjólfi 2012.

Ásmundur Friðriksson, alþingis- og sagnamaður sagði síðan frá litríkum sjómannsferli Sigurðar Friðrikssonar, Diddi Frissa, skipstjóra og útgerðarmanns frá Sandgerði.

7. janúar 2024. Kvenhetjurnar Inga Fanney Egilsdóttir, stýrimaður og Erla Ásmundsdóttir, kokkur, riðu á vaðið á nýju ári og sögðu frá lífi og starfi kvenna til sjós.

Í kjólum á sjónum- var yfirskriftin á fyrirlestri Erlu sem sagði frá viðbrögðum við því að mæta í kjólnum til sjós og mikilvægi þess að láta ekki staðalímyndir hefta för.

Inga Fanney ræddi tækifærin sem henni buðust árið 1982 þegar hún lauk námi sem stýrimaður og hver staðan er nú.

7. febrúar voru skip og bátar á dagskrá.

Trébátar hafa sál – var heiti á fyrirlestri Ágústar Österby. Hann ræddi um „skandinavísku“ aðferðina sem hann kallar aðferð annarra norðurlandabúa við viðhald á trébátum. Ágúst er búsettur í Svíþjóð, trésmiður að mennt en hefur síðustu ár mest fengist við viðgerðir á trébátum.

Daníel Friðriksson, skipatæknifræðingur sagði frá sýn sinni á framtíð báta og skipasmíða á Íslandi. Daníel er stálskipasmiður, hefur unnið sem skipasmiður, á teiknistofum og fengist við ráðgjöf við smíði tré-, stál- og plastbáta.

Miðvikudagskvöldið 6. mars mættu til leiks listakonurnar Katrín Þorvaldsdóttir og Arndís Jóhannsdóttir og kynntu fyrir gestum hvernig hægt er að framleiða fatnað úr þara og roði.

Katrín hefur unnið með þang og þara í þrjátíu ár. Undanfarin ár hefur hún verið að gera tilraunir með að nota þetta náttúrulega efni til ýmiskonar listsköpunar. Fiskroð er til margskonar hluta nýtilegt. Það hefur Arndís sannað fyrir margt löngu. Í fyrirlestri sínum sýndi hún og sagði frá notkun sinni á roði úr ýmsum fisktegundum til gerðar á nytjalist. Í höndum hennar verða til skartgripir, veski, föt, töskur og fleira úr flestum tegundum roðs.

3. apríl var síðasti spegill vetrarins og var hann helgaður stöðu og framtíð Breiðafjarðaeyja. Þjóðsagnapersónan Jóhannes Gíslason, fyrrum íbúi í Skáleyjum, ásamt skyldmennum sagði frá lífi og framtíðarspám eyjanna. Jóhannes fæddist og ólst upp í Skáleyjum og bjó þar alla sína starfsævi. Hann gjörþekkir hvert sund og sker og hefur ákveðnar skoðanir á framtíð eyjanna. Í erindi sínu velti hann fyrir sér greinum Andrésar Straumlands „Hvað býður ykkar Breiðafjarðareyjar“ skrifað 1943 og Eysteins Gíslasonar „Hvað beið ykkar Breiðafjarðareyjar“ skrifað 1983. Sjálfur hefur Jóhannes skrifað grein undir heitinu „Hvers eruð þið megnugar Breiðafjarðaeyjar?“

Ráðstefnur/málþing

Félagið kom því loks í verk að halda uppá 20 ára afmæli sitt. Það var gert með málþingi á Akranesi mánudaginn 4. Mars og þótti vel hafa tekist til. Dagskráin var svo hljóðani:

ÍSLENSK STRANDMENNING – STAÐA HENNAR OG FRAMTÍÐ

Tónlistarskólanum Akranesi, mánudaginn 4. mars 2024

DAGSKRÁ:

Kl. 13:00 Sigmundur Ernir Rúnarsson málþingsstjóri býður gesti velkomna

Sigurbjörg Árnadóttir, formaður Vitafélagsins-íslenskrar strandmenningar flytur aðfararorð

SAGA STRANDMENNINGAR

Saga strandmenningar – Árni Daníel Júlíusson, sagnfræðingur

Sjórinn gefur og sjórinn tekur. Minjastaðir við sjávarsíðuna, menningararfur í hættu – Lísabet Guðmundsdóttir, fornleifafræðingur, minjavörður Vestfjarða

Pallborð 25-30 mín

Anita Elefsen, safnstjóri Síldarminjasafnsins

Ágúst Elvar Bjarnason, verkefnastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar

Helena Guttormsdóttir, lektor við Landbúnaðarháskólann

Rúnar Leifsson, forstöðumaður Minjastofnunar

Hlé 15 mín

HUGUR OG HÖND

Kl. 14:30

Strandmenning í bókmenntum – Sveinn Yngvi Egilsson, prófessor HÍ

Úr baðstofu í Fab Lab - íslenska langspilið í nýju ljósi - Eyjólfur Eyjólfsson, tónlistarmaður og þjóðfræðingur 

Hvernig varðveitum við handverkið? – Eivind Falk, framkvæmdastjóri Norsk Håndverksinstitutt

Pallborð kl. 15:30 -

Sigrún Franklín, leiðsögumaður á Reykjanesi

Linda María Ásgeirsdóttir, Matur og strandmennig í Hrísey

Guðmundur Hafsteinsson, stjórnarmaður í Vitafélaginu

Sigurlaug Dagsdóttir, starfsmaður Lifandi hefða

Hlé kl. 15:50

NÚTÍÐ OG FRAMTÍÐ

Kl. 16:05

Strandmenning hér og nú og framtíð sjávarbyggða -Dr. Catherine Chambers, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar

Skemmtiferðaskip og vöktun stranda – Katrín Sóley Bjarnadóttir og Edda Kristín Eiríksdóttir, sérfræðingar, Umhverfisstofnun

Pallborð 16:45

Elías Gíslason, Ferðamálastofu

Lúðvík Geirsson, formaður Hafnarsambands Íslands

Andrés Skúlason, Náttúruvaktin

Erlendur Bogason, kafari

Ráðstefnulok kl. 17:15 Haraldur Benediktsson, bæjarstjóri

Hafið, fjaran og fólkið

Ákveðið var að halda árlegt málþing á Höfn, en sökum anna bæði hjá heimamönnum og vegna afmælisráðstefnu á Akranesi var ákveðið að fresta málþinginu til haustsins. Boltinn er nú hjá heimamönnum á Höfn.

Norrænt samstarf

Dagana 1.- 5. maí fór formaður félagsins ásamt Anítu Elefsen, safnstjóra Síldarminjasafnsins, Birki Þór Guðmundssyni áhugamanni um bátasmíði, Einari Jóhanni Lárussyni, bátasmið og Hrafnkeli Marinóssyni, kennara við Tækniskólann í Reykjavík til Svíþjóðar til að kynna sér hvernig Svíar kenna bátasmíði og hlú að bátaarfinum. Ferðin hófst á að skoða Vasasafnið https://www.vasamuseet.se , Vrak safnið https://www.vrak.se  og Skansen https://www.musement.com 2. maí heimsóttum við Skeppsholms folkhögskola https://skeppsholmensfolkhogskola.se, Stockholms båtsnickeri https://stockholmsbatsnickeri.se  3.maí heimsótum við folkhögskola í Trosa https://stensund.se sem er utan við Stokkhólm og enduðum daginn með heimsókn til vinar okkar Ted Karlsberg á Sill kaffe í Gamlastan. 4.maí  heimsóttum við Saltsjöbaden www.saltsjopir.se Charlotte Hellman sem er driffjöðrin og skoðuðum stolt þeirra Svanevit:   https://stockholmsbatsnickeri.se/princess-svanevit   https://www.svanevit.se

Ferðin var styrkt af Sænsk íslenska samstarfssjóðnum og skipulögð af Sigurbjörgu formanni félagsins.

Dagana 21 – 22 september 2023 var loks komið að því að norrænu strandmenningarfélögin gætu fagnað því að handverk og hefðir við smíði súðbyrtra báta var tekið á lista UNESCO 14. desember 2021 yfir menningarerfðir mannskyns. Fram til þess hafði COVID komið í veg fyrir öll samnorræn fagnaðarlæti. Þetta gerðum við með tveggja daga ráðstefnu, siglingum og fl. í Hróaskeldu og Holbæk í Danmörku.

Immateriel kulturarvskonference 21.-22. sept. 2023

Endeligt program

1. dag Immateriel kulturarv og Nordiske klinkbådstraditioner Roskilde

10.30 Direktør for Vikingeskibsmuseet, Tinna Damgaard-Sørensen er vært for formiddagen

10.45 Borgmester og Vikingeskibsmuseets formand, Tomas Breddam byder velkommen

11.00 Minister for nordisk samarbejde, Guðmundur Ingi Guðbrandsson (På Teams/Zoom). Island har

formandsposten i Nordisk ministerråd i 2023

- Det nordiske samarbejde omkring den immaterielle arv

11.15 Formand for UNESCO-nationalkommission, Elsebeth Gerner Nielsen

- Hvad er immateriel kulturarv?

- UNESCO’s konventioner (1972-konventionen, 2003-konventionen) den materielle og immaterielle

kulturarv og deres indbyrdes afhængighed

11.45 F R O K O S T

12.30 Cand. psych. Ph.d., Rektor og professor, Lene Tanggaard, Designskolen Kolding

- Om håndværk, immateriel kultur, dannelsens betydning i et moderne samfund

13.00 Museumschef, Kongernes Jelling, Morten Teilmann Jørgensen

- Tillykke med udnævnelsen – og hvad så?

13.30 Seniorforsker, Ph.d i antroprologi, Det Kgl. Bibliotek, Marianne holm Pedersen

- Dilemmaer med at sikre levende kulturarv

13.55 Senior Advisor, Leena Marsio, Museiverket/Finnish Heritage Agency

- Grundlag for uddannelse af kulturbærere

14.20 K O R T P A U S E

14.30 Direktør i Norsk Håndverksinstitutt, Eivind Falk

- Nordiske klinkbådstraditioner – Hvad er det UNESCO vil beskytte?

14.55 Traditionel bådebygger, Hanus Jensen

- Min immaterielle arv

15.20 Traditionel sejlads v. Vegard Heide, KYSTEN/Fosen Folkehøjskole, Norge

- Bruk af båtene er også Kulturarv

15.45 K A F F E / K A G E / Ø L / V A N D - på bådeværftet

16.00 Håndværksmiljøer og maritime fællesskaber på Vikingeskibsmuseet v. leder af Vikingeskibsmuseets

bådeværft, Søren Nielsen

16.45 – 19.30 Sejlads på Roskilde fjord i nordiske klinkbyggede både.

- Programmet planlægges efter vejrforholdene

20.30 Buskørsel til overnatning i Holbæk

2. dag Benyttelse af kulturarven - derigennem beskyttelse Holbæk

VI MØDES på Elværket – Gasværksvej 9, 4300 Holbæk

9.00 Kort velkomst – Dagens program – Kystlivs bidrag til IKA v/ leder af Kystliv Holbæk, Ture Møller

9.10 Udvikling i en kommune – Havnen, fjorden og den maritime kultur v/ Kulturchef, Brian Worm Ahlquist

9.25 Kystliv i skole og uddannelse - Lektor-ph.d. Professionshøjskolen Absalon, Anders Vestergaard

Thomsen

10.00 K A F F E P A U S E

10.30 Nicolai Vædele , moderator

Konferencen kort. Debat med afsæt i Det Nordiske Klinkbådscharter - klinkbådskultur nu/i fremtiden

Debatpanelet: Nikolai Gøthche, Jakob Haar, Eivind Falk, Leena Marsio, Vega Heide, Petter Mellberg

11.30 Præsentation af klinkbådscharteret v. Tore Friis, Forbundet KYSTEN

12.30 Det nordiske Klinkbådscharter. Præsentation og underskrivning af støtteerklæringer.

13.00 F R O K O S T

14.00 Klinkbådsfestival - ’Beskyttelse gennem benyttelse’, nordiske indslag:

- Maritim10 – Et kommunalt maritimt 10. klassetilbud.

- Bådelaug på Kystliv

- UngHavn og UngHavn Netværk - maritim ungdomsskole.

- Håndværk og sejlads 16-26 - maritim ungdomsklub for 16-26 år

- Klinkbådskultur i grundskolen – Kystlivsundervisning og Kulturrygsæk

- Lejre Højskole - en ny højskole med en Kystlivslinje

- Maritime håndværksuddannelser - landsskolen for bådebyggere og sejlmagere i Danmark

- Limfjordsmuseet – Klinkbygning og sjægter på Limfjorden

- Traditionel sejlmager - Sejlmager Hansens Efterfølger

- Træskibssammenslutningen i Danmark

- FGU Maritim/Korsør - tilbud mellem skole og uddannelse

- Kystvejlederuddannelsen på Vikingeskibsmuseet

- Vikingeskibsmuseets bådelaug

- FGU/Ungeguiden/Ungdomsskolen Roskilde

- Skibsbevaringsfonden - Danmark

- Maritim Bogcafe - Holbæk bibliotek og Vikingeskibsmuseets bogudsalg

- HavHøst / Dansk Tang - regenerativ dyrkning i hav og fjord

- Færøsk bådebygning og kaproningskultur - Faroe Island National Museum

- Præstø laver Kystliv – Forening

en for Traditionelle Håndværk

- Museum Vestsjælland - folk og både på Isefjorden

- Forbundet Kysten – Norge

- HanHerred Havbåde - kystfiskeri og liv på nordvestkysten af Danmark

- Ålands maritime kultur - bådebygning og sejlerfolk fra øerne I øst.

- Skoletjenesten fra Vikingeskibsmuseet

- Föreningen Allmogebåtar

- Foreningen Lillebælt Værftet med nyeste nybygning

17.30 Slut for dagens program

19.00 F E S T M I D D A G

På Elværket – Gasværksvej 9, 4300 Holbæk

Frá Vitafélaginu sóttu stjórnarmennirnir Sigurbjörg og Inga Fanney samkomuna, en auk þess tók Sigríður Örvarsdóttir, safnstjóri Byggðasafnsins á Húsavík þátt í ráðstefnunni.

Norrænu félögin vinna nú að næsta viðburði sem væntanlega verður halinn í Vasa Finnlandi

Útgáfa og vefupplýsingar

Fréttabréf Vitafélagsins. Að venju gaf Vitafélagið út tvö blöð af Fréttabréfinu á árinu. Eins og áður er það prentað og styrkt af Prentsmiðju Guðjóns Ó/Litrófi. Sömu velvildar og afbragðs þjónustu er ávalt að mæta á þeim bæ.

Vefurinn

Loksins, loksins er í augsýn að vefur félagsins www.vitafelagid.is öðlist ásættanlega ásýnd, en nú vinnur Darri Jónsson að því að endurvinna síðuna sem var eftir „hakk“ hefur verið í lamasessi í mörg ár.

Facebook. Félagið notar Facebook einkum til að auglýsa viðburði og enn fjölgar fésbókarvinum þess sem nú eru ríflega fjögur þúsund.

Umsóknir um styrki til starfseminnar

Félagið fékk styrk til starfsemi félagsins frá Menningarráðuneytinu xxxx

Frá Uppbyggingarsjóði Vesturlands vegna ráðstefnunnar á Akranesi 300.000

Akraneskuapstað 100.000

Vélagi vélstjóra- og málmtæknimanna 100.000

Faxaflóahöfnum 100.000

Vigni G. Jónssyni 30.000

Norðanfiski 100.000

GJ Travel 100.000

Að lokum vil ég þakka, bæði stjórnarmönnum og öðrum sem lagt hafa hönd á plóg við starf félagsins, fyrir samvinnuna og ómetanlegt framlag til starfsins. Eins og áður hefur allt starf félagsins verið unnið í sjálfboðavinnu af dugnaði og óeigingirni þeirra er lagt hafa því lið.

Framundan er sumarið með náttleysi við haf og strönd. Ég vona að það færi okkur öllum gæfu og gengi og að við hittum öll heil þegar hausta tekur. Bestu þakkir fyrir gjöfult samstarf.

Sigurbjörg Árnadóttir, formaður