AÐALFUNDUR VITAFÉLAGSINS- ÍSLENSK STRANDMENNING
VERÐUR HALDINN RAFRÆNT LAUGARDAGINN 17. APRÍL
KLUKKAN 10:30
Þeir sem hyggjast sækja fundinn eru vinsamlegast beðnir um að boða sig á netfangið sibba.arna@gmail.com þannig að hægt sé að senda þeim fundarslóð
Dagskrá fundar
1. Skýrsla formanns.
2. Reikningsuppgjör s.l. árs
3. Lagabreytingar. Stjórn félagsins leggur fram lagabreytingu við 3ju grein laga félagsins. Hún hljóði svo:
Vitafélagið – íslensk strandmenning eru frjáls félagasamtök.
Markmið félagsins eru að:
- auka áhuga og þekkingu á vitum,bátum, byggingum, öðrum menningarminjum og handverkshefðum við strendur landsins;
- stuðla að verndun vita, báta, strandminja og hefða er tengjast strandmenningu sem mikilvægum hluta af menningararfi þjóðarinnar;
- stuðla að fjölbreytilegri notkun vitans og annarra strandminja sem samrýmist verndun og sögu viðkomandi staðar;
- koma á samvinnu við önnur félög, minjasöfn og aðrar opinberar stofnanir;
- stuðla að vernd náttúru við strendur landsins, m.a. með samstarfi við önnur félagasamtök, stjórnvöld, umhverfis- og náttúruverndarsamtök
- koma á samvinnu við erlend strandmenningarfélög, vitafélög og stofnanir með sambærileg markmið
í stað þess sem nú er:
- gr.
- Vitafélagið – íslensk strandmenning eru frjáls félagasamtök.
Markmið félagsins eru að: - auka áhuga og þekkingu á vitum og öðrum menningarminjum við strendur landsins;
- stuðla að verndun vita og strandminja sem mikilvægum hluta af menningararfi þjóðarinnar;
- stuðla að fjölbreytilegri notkun vitans og annarra strandminja sem samrýmist verndun og sögu viðkomandi staðar;
- koma á samvinnu við minjasöfn og aðrar opinberar stofnanir;
- koma á samvinnu við erlend strandmenningarfélög, vitafélög og stofnanir með sambærileg markmið.
4. Kosning formanns, fjögurra aðalmanna í stjórn og tveggja varamanna.
5. Kosning tveggja skoðunarmanna til eins árs.
6. Ákvörðun félagsgjalda.
7. Önnur mál.
Við minnum félagsmenn á að senda okkur breytt net- og heimilsföng og greiða félagsgjöld sem fyrst þannig að félagsstarfið haldi áfram að blómstra.