Félagsaðild og árgjald

Aðild að félaginu er tvennskonar, annars vegar einstaklingsaðild og hins vegar geta félög og fyrirtæki gerst aðilar. Allir félagsmenn hafa rétt til stjórnarsetu og geta haft áhrif á starf félagsins.
Félagsmenn fá sent fréttablað félagsins tvisvar á ári, haust og vor. Með haustblaðinu er send út dagskrá félagsins fyrir veturinn og með vorblaðinu er send út gíróseðill til að innheimta félagsgjald. Einnig eru sendar út fréttatilkynningar til að minna á félagsfundi en fréttatilkynningarnar berast aðeins til þeirra sem hafa skráð netfang hjá félaginu. Eru allir hvattir til að senda félaginu netfang sitt til þess að fá fréttir.

Árgjald einstaklinga er kr. 2500.
Árgjald stofnana, félaga og fyrirtækja er kr. 6000.
Árgjald er innheimt einu sinni á ári. Það er að vori og gíróseðill fylgir vorhefti fréttablaðs.
Sækja um félagsaðild

Vitafélagið-íslensk strandmenning - vitafelagid(á)vitafelagid.is