14. maí 20213

Fyrstu daga maí heimsótti formaður Vitafélagsins-íslenskrar strandmenningar sænska skóla til að kynna sér hvernig Svíar standa vörð um verkþekkingu við smíði tréskipa- og báta. Með í för voru Anita Elefsen, forstöðumaður Síldarminjasafnsins á Siglufirði, Einar Jóhann Lárusson nýútskrifaður bátasmiður, Birkir Þór Guðmundsson áhugamaður um bátavernd og Hrafnkell Marínósson kennari við Tækniskólann.

Það voru þreyttir en sælir ferðalangar sem komu frá Stokkhólmi föstudainn 5. maí eftir nokkurra daga heimsókn í sænska lýðskóla, söfn og bátasmiðjur. Þar fengu þeir að kynnst því hvernig Svíar hlú að verkþekkingu og vernd á bátasmíði og menningararfi sem tengist hafi og strönd.

Tveir lýðskólar voru heimsóttir; Skeppholmens folkhögskola sem er í miðborg Stokkhólms og lýðskólinn í Stensund sem er i Trosa. Skólinn við hafið eins og heimamenn kalla hann. Báðir skólarnir bjóða uppá tvegja ára nám í bátasmíði og bera greinilega mikla virðingu fyrir þeim heiðri að handverkið við smíði súðbyrtra báta sé á heimsminjaskrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf. En svo varð 14 desember 2021. Þetta er fyrsta og eina samnorræna menningararfleiðin sem er á þessum lista og sú eina íslenska.

Hópurinn heimsótti einnig Vasa safnið og Vrak sem og bátasmiðjuna – Stockholms Båtsnickeri, sem starfrækt er í útjaðri borgarinnar. Þar starfa fimmtán bátasmiðir í fullu starfi við viðgerðir, viðhald og nýsmíði á tréskipum. Auk formanns Vitafélagsins – íslenskrar strandmenningar voru í hópnum, Einar Jóhann Lárusson nýútskrifaður bátasmiður, Birkir Þór Guðmundsson áhugamaður um bátavernd, Hrafnkell Marinósson kennari við Tækniskólann og Anita Elefsen, safnstjóri Síldarminjasafnsins á Siglufirði.

Súðbyrtir bátar eru varðveittir á sjóminja- og byggðasöfnum Íslands, en á meðan norrænar þjóðir hampa því að handverkið við smíði súðbyrtra báta er komið á heimsminjaskrá UNESCO og efla fjárveitingar til skóla, bátasmíðastöðva og félagasmtaka þá fella Íslendingar niður löggildinu náms í bátasmíði. Einungis á Síldarminjasafninu er boðið uppá vikulöng námskeið í bátasmíði, sem vissulega er mjög virðingarverð viðleytni, gagnast þeim vel sem einhverja reynslu hafa af smíðum og vekur áhuga hinna.

Ferðin var styrkt af Sænsk-íslenska samstarfssjóðnum/ Svensk-isländska samarbetsfonden

Vitafélagið-íslensk strandmenning - vitafelagid(á)vitafelagid.is