Verkþekking við sjávarsíðuna – arfur til auðs

Málþing á vegum Vitafélagsins – íslenskrar
strandmenningar 30. apríl.
Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Verkþekking við sjávarsíðuna -auður til arfs.
Málþing í Sagnheimum í Vestmannaeyjum laugardaginn 23. apríl klukkan 11:00.Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Verkþekking við sjávarsíðuna – arfur til auðs

Málþing á vegum Vitafélagsins íslenskrar
strandmenningar 9. apríl.
Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Súðbyrðingurinn er á heimsminjaskrá UNESCO.
Lærum að smíða smíða súðbyrðing á Flateyri
dagana 28. mars til 1. apríl.
Kennari Hafliði Aðalsteinsson, bátasmiður.
Verkþekking við sjávarsíðuna – arfur til auðs
Málþing á vegum Vitafélagsins íslenskrar
strandmenningar 2. apríl.
Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.


Sendum landsmönnum öllum til sjávar og sveita okkar bestu óskir um gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár.

Súðbyrðingar á skrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf.

Smíði og notkun súðbyrðinga, hefðbundinna norrænna trébáta, er komin á skrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) yfir óáþreifanlegan menningararf. Þetta er fyrsta íslenska tilnefningin og fyrsta samnorræna tilnefnigin sem samþykkt var á fundi Milliríkjanefndar um varðveislu menningarerfða í París í14. desember. Af Íslands hálfu var það Vitafélagið – íslensk strandmenning sem hafði veg og vanda að undirbúningi tilnefningarinnar fyrir hönd Íslands.

Hinn dæmigerði norræni trébátur — súðbyrðingurinn — hefur fylgt Norðurlandabúum um árþúsundir og greitt þeim leið um hafið. Súðbyrðingarnir voru farkostir fólks hvarvetna með ströndum Norðurlandanna, þeir voru mikilvæg samgöngutæki sem tengdu Norðurlandaþjóðirnar og á þeim var dregin björg í bú. Súðbyrðingunum tengist dýrmætur norrænn menningararfur og þeir gegna ríku hlutverki í strandmenningu Norðurlandaþjóðanna.

Þessi verkþekking er nú komin á lista UNESCO  yfir menningarerfðir mannkyns – listann yfir þýðingarmikla starfshætti sem borist hafa frá kynslóð til kynslóðar – hefðir sem munu hverfa verði þeim ekki viðhaldið.

Ágætu félagsmenn.  

Ef þið hafið ekki þegar fengið nýjasta tölublað félagsins í hús, þá dettur það inn um lúguna næstu daga. Þar er m.a. að finna auglýsingu um  málþing sem halda átti bæði á Akureyri 10. apríl og á Siglufirði 11.apríl. Þessum málþingum þarf því miður að fresta um sinn vegna Covid 19.  Málþing á Eskifirði 24. apríl er enn á dagskrá. Hvort af því verður þann daginn fer eftir sóttvarnarreglum. Fylgist því með heimasíðu félagsins www.vitafelagid.is  og facebooksíðu. 

Á slóðinni  
https://vimeo.com/oslofilmkompani/review/519919569/eee4aa1ef4 gefur að líta stutta kynningu á norræna súðbyrðingnum. Þetta er stytt útgáfa af myndbandi sem við fulltrúar norrænu félaganna sendum með umsókninni til UNESCO.  

Nú er unnið af krafti að undirbúningi ráðstefnu sem haldin verður í Holbæk og Roskilde í Danmörku dagana 18-21 maí 2022. Þar verður spáð og spekúlerað um:  súðbyrta báta, framtíð þeirra, hefðir sem tengjast þeim, verndun og nýtingu.   

Við höfum einnig opnað sérstaka heimasíðu vegna þessa https://nordicclinkerboats.org  og þar munu koma frekari upplýsingar þegar nær dregur.   

Ef einhverjar spurningar vakna þá hikið ekki við að hafa samband  sibba.arna@gmail.com 

AÐALFUNDUR VITAFÉLAGSINS- ÍSLENSK STRANDMENNING
VERÐUR HALDINN RAFRÆNT LAUGARDAGINN 17. APRÍL  
KLUKKAN 10:30

Þeir sem hyggjast sækja fundinn eru vinsamlegast beðnir um að boða sig á netfangið sibba.arna@gmail.com þannig að hægt sé að senda þeim fundarslóð

Dagskrá fundar

1. Skýrsla formanns.
2. Reikningsuppgjör s.l. árs
3. Lagabreytingar. Stjórn félagsins leggur fram lagabreytingu við 3ju grein laga félagsins. Hún hljóði svo:

Vitafélagið – íslensk strandmenning eru frjáls félagasamtök.
Markmið félagsins eru að:  

í stað þess sem nú er:

  1. gr.


4. Kosning formanns, fjögurra aðalmanna í stjórn og tveggja varamanna.
5. Kosning tveggja skoðunarmanna til eins árs.
6. Ákvörðun félagsgjalda.
7. Önnur mál.

Við minnum félagsmenn á að senda okkur breytt net- og heimilsföng og greiða félagsgjöld sem fyrst þannig að félagsstarfið haldi áfram að blómstra.

Nú er tæpt ár frá því að norrænu ríkin sameinuðust um að tilnefna norræna súðbyrðinginn, sögu hans og hefðir sem honum tengjast, á lista hjá Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna – UNESCO. Af því tilefni ákvað Vitafélagið-íslensk strandmenning að standa fyrir málþingum um land allt þar sem umfjöllunarefnið væri súðbyrðingurinn og annar menningararfur við strendur landsins. Hvernig viljum við vernda og nýta þennan mikilvæga þátt íslenskrar menningar?

Búið er að skipuleggja málþing á eftirtöldum stöðum í samvinnu við heimamenn: Stykkishólmur, Flateyri, Siglufjörður, Akureyri, Eskifjörður og Vestmannaeyjar. Einnig hefur verið ákveðið að halda málþing í Reykjavík og hugsanlega víðar. Málþingin verða öll með svipuðu sniði en þar munu sveitarstjórar hvers sveitarfélags tala um stöðu og framtíðarsýn í sveitarfélaginu, frumkvöðull eða sérfróður einstaklingur fjallar um sögu og hefðir, fulltrúi mennta- og menningarmálaráðuneytisins fræðir gesti um hvers virði tilnefning súðbyrðingsins er og jafnframt mun hann kynna verkefnið Lifandi hefðir. Bátasmíðanemi eða bátasmiður ræðir um súðbyrðinginn og formaður Vitafélagsins talar um mikilvægi samstarfs.

Á Flateyri láta menn sér ekki nægja eitt málþing heldur er einnig búið að ákveða vikunámskeið í smíði súðbyrtra báta og verður það haldið í framhaldi af málþinginu.

Nú er einungis beðið eftir því að þríeykið leyfi okkur að hittast og faðmast á ný.

Málþingin verða auglýst á heimasíðu félagsins sem og á Facebook-síðu félagsins og í fjölmiðlum viðkomandi staða.

Vitafélagið – Íslensk strandmenning býður landsmönnum gleðilega hátíð og farsælt komandi nýtt ár. Við hlökkum til að geta hist á nýju ári og halda málþingin sem við höfum skipulagt. Að þessu sinni verða málþingin haldin á öllu landinu þar sem við munum meðal annars ræða tilnefningu á heimsminjaskrá UNESCO á norræna súðbyrðingnum, hvaða þýðingu það hefur fyrir okkur sem þjóð og mikilvægi þess að vernda menningararf okkar. Sjáumst á nýju ári og góðar stundir.

AÐALFUNDUR

VITAFÉLAGSINS- ÍSLENSK STRANDMENNING

VERÐUR HALDINN Í

SJÓMINJASAFNI REYKJAVÍKUR (HORNSÍLINU) GRANDAGARÐI 8, 101 REYKJAVÍK

LAUGARDAGINN 23. MAÍ  KLUKKAN 10:30

Dagskrá fundar

1. Skýrsla formanns.
2. Reikningsuppgjör s.l. árs
3. Lagabreytingar
4. Kosning formanns, fjögurra aðalmanna í stjórn og tveggja varamanna.
5. Kosning tveggja skoðunarmanna til eins árs.
6. Ákvörðun félagsgjalda.
7. Önnur mál.

Vitafélagið-íslensk strandmenning - vitafelagid(á)vitafelagid.is