Vitafélagið – íslensk strandmenning
Spegill fortíðar – silfur framtíðar
Dagskrá 2017-2018
Konur og strandmenning (okt-nóv)
Árið 1918 (jan-apríl)

Hefðbundin dagskrá Vitafélagsins hefst þann 4 október 2017. Athygli er vakin á því að dagskrá vetrarins verður haldin í húsnæði

Sjóstangaveiðifélags Reykjavíkur að Grandagarði 18, 2 hæð

Dagskrá vetrarins verður í raun tvískipt. Að hausti verða eingöngu konur á dagskrá og fjallað verður um konur og strandmenningu í víðasta skilningi. Eftir áramótin hefst dagskrá sem helguð er árinu 1918 í tilefni 100 ára afmælis sjálfsstæðis Íslendinga.


Konur og strandmenning


4 október 2017, kl. 20.00
Marsibil Erlendsdóttir, vitavörður: Vitavarsla á Dalatanga á síðari tímum.
Guðrún Arndís Jónsdóttir, stjórnarmaður í félaginu Konur í sjávarútvegi. Markmið félagsins og viðfangsefni.


1 nóvember 2017, kl. 20.00
Inga Fanney Egilsdóttir, stýrimaður: Konan í brúnni. Inga segir frá upplifun sinni sem stýrimaður á far- og fiskiskipum. Gunnhildur Hrólfsdóttir, sagnfræðingur og rithöfundur: „Þær þráðinn spunnu“. Konur í Vestmannaeyjum og hlutverk þeirra í samfélagi karla.

1918
Staða strandmenningar frá ólíkum sjónarhólum
árið sem Ísland varð fullvalda ríki.

10 janúar 2018, kl. 20.00
Gunnar Þór Bjarnason, sagnfræðingur: Merkasta ár sögunnar? Lífskjör, áföll, fullveldi og siglingar á árinu 1918. Fjallað verður um aðstæður á Íslandi árið 1918, áhrif heimsstyrjaldarinnar fyrri á lífskjör fólks og þau áföll sem dundu á þjóðinni (frostavetur, Kötlugos og spænsku veikina). Einnig verður rætt um fullveldið og siglingar (millilandasiglingar og strandsiglingar).

7 febrúar, 2018, kl. 20.00
Þorleifur Óskarsson, sagnfræðingur: Fiskifley og fiskimenn. Fikiskipastólinn (togarar seldir í fyrri heimsstyrjöld, lengist í þilskipaútgerð fyrir vikið). Tækniþróun í sjávarútvegi og áhrif styrjaldarinnar.


7 mars, 2018, kl. 20.00
Margrét Guðmundsdóttir / Þórarinn Hjartarson : Konur og fullveldið. Dagskrá í tali og tónum í flutningi hjónanna Margrétar Guðmundsdóttur sagnfræðings og Þórarins Hjartarsonar syngjandi sagnfræðings.


4 apríl, 2018, kl. 20.00
Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur: Sjávarsíðan í Reykjavík á fullveldisári. Fjallað um Reykjavíkurhöfn og þýðingu hennar fyrir bæinn og þjóðlífið. Einnig um Reykjavíkurslipp.

Vitafélagið-íslensk strandmenning - vitafelagid(á)vitafelagid.is