Magnús Skúlason

Heimildarmyndin Ljósmál var frumsýnd laugardaginn 9. nóvember 2019 í Bíó Paradís. Myndin fjallar um vitasögu landsins og verður sýnd á rúv þegar fram líða stundir, þannig að fleiri en borgarbúar fái að njóta hennar og uppgötva hversu ung saga vitans er og hversu gríðarleg áhrif bygging þeirra hafði á þjóðarsöguna. 

Höfundur handrits er einn stjórnarmanna Vitafélagsins-íslensk strandmenning, Kristján Sveinsson, sagnfræðingur en kvikmyndaleikstjórn var í höndum Einars Þórs Gunnlaugssonar.

Á þessum tímamótum var Magnús Skúlason, einn af framvarðamönnum félagsins, gerður að heiðursfélaga. Magnús er þekktur fyrir áræði, fyrir að fara stundum ótróðnar slóðir, fyrir að hrinda hlutunum í framkvæmd og það hefur hann margsannað sem stjórnarmaður í Vitafélainu um árabil. Magnús var forstöðumaður Húsafriðunanefndar ríkisins þegar félagið var stofnað 2003, en Húsafriðunarnefnd var einn af stofnfélögum Vitafélagsins. Undir stjórn Magnúsar var gerð úttekt á vitum landsins og fyrstu sjö vitarnir friðlýstir 1. desmeber 2003. Magnús hefur tekið að sér ferðir um landið til að fræða hópa erlendra ferðamanna sem sérstaklega hafa komið til að skoða vitasöguna. Hann hefur tekið þátt í nær öllum norrænu strandmenningarhátíðunum – sem nú eru orðnar sjö talsins – og staðið þar vaktina til að fræða erlenda gesti um sögu íslenskrar strandmenningar.  

Magnús átti stærstan þátt í því að gamli vitinn í Garði fékk aftur ljóshúsið sitt. En það er næst elsti viti landsins og næst elsta steinhús landsins. Sem eftir andlistupplyftinguna er ein aðal ljósmyndafyrirsæta Suðurnesja.

Vitafélagið-íslensk strandmenning - vitafelagid(á)vitafelagid.is