Svolítið um síldarsögu Íslendinga og samskiptin við Norðurlandaþjóðirnar

„Síldin er einn helsti örlagavaldur Íslendinga á 20. öld og án hennar er vafasamt að hér hefði byggst upp það nútímasamfélag sem við þekkjum í dag“. (Ísl. söguatlas 3. bindi bls.40).

Um aldamótin 1900 kynntust íslenskir sjómenn og útgerðarmenn nýrri tækni til fiskveiða. Stórfelldar þorsk- og síldveiðar hófust með vélskipum og afkastamiklum veiðarfærum.

Það voru Norðmenn sem fyrstir hófu síldveiðar við Ísland sem eitthvað kvað að. Fyrst á seinni hluta 19. aldar, aðallega á Austfjörðum, og síðan aftur 1903 úti fyrir Norðurlandi. Íslendingar tileinkuðu sér veiði- og vinnsluaðferðirnar fljótt og á undraskömmum tíma stóðu þeir Norðmönnunum jafnfætis að flestu leyti í þessari nýju atvinnugrein. Að jafnaði voru síldarafurðir um 25-30% af árlegum útflutningi Íslendinga en náði mest 45% t.d. á fjórða og sjöunda áratugnum.

Með síldveiðunum var nýr tími runninn upp á Íslandi með hraðstíga samfélagsumbótum. Aldalangri stöðnun og fátækt var létt af þjóðinni. Góð síldarsumur í heimskreppunni á 4. áratugnum, þegar þorskmarkaðirnir erlendis lokuðust, hafa líklega tryggt þjóðinni efnahagslegt sjálfstæði og átt sinn þátt í því að árið 1944 öðluðust Íslendingar fullt frelsi eftir 5 alda yfirráð Dana.

Atburðirnir í kringum síldina fyrir norðan og austan voru sem ævintýri fyrir þjóðina – síldarævintýrið mikla.

Norðmenn voru lang atkvæðamestir útlendra síldveiðimanna á Íslandsmiðum.

Um langt skeið sendu þeir 100-250 skip til veiðanna og allt fram undir 1930 áttu þeir fjölda síldarstöðva í landi. Um sögu þeirra hefur verið fjallað í heftinu „Det kommer an på silla“.

Aðrar Norðurlandaþjóðir komu einnig við sögu síldveiðanna við Ísland. Svíar, Danir og Finnar stunduðu umtalsverðar veiðar auk þess að vera meðal mikilvægustu kaupenda Íslandssíldar.

Hið sameiginlega síldarævintýri hinna norrænu frændþjóða og Íslendinga endaði óvænt 1968-69 þegar síldin hvarf – síldin hafði verið ofveidd! Þá gekk yfir íslenska þjóð ein mesta efnahagskreppa á lýðveldistímanum.

Norsk-íslenski síldarstofninn (sem Íslendingar kalla svo) hefur eftir áratuga friðun náð að vaxa með þeim hætti að hinar gömlu síldarþjóðir veiða nú aftur feiknamikið magn síldar – eftir samkomulagi og kvóta.

Vinabær Siglufjarðar í Noregi er Holmestrand.

Svíþjóð tengist mjög sögu síldveiða og síldariðnaðar Íslendinga á 20. öld.

Fyrir það fyrsta var sænski markaðurinn lengi sá mikilvægasti fyrir íslensku saltsíldina. Árið 1912 voru t.d. um 50 þús. tunnur fluttar út til Svíþjóðar. Eftir að framleiðslu- og gæðamálum íslenska síldariðnaðarins var komið í fast horf með stofnun Síldarútvegsnefndar 1935 voru árlega gerðir miklir samningar um framleiðslu saltsíldar fyrir sænsk fyrirtæki. Minnast má ABBA (Aktie Bolaget Brödrene Ameln) sem keypti jafnan mikið magn síldar. Mest varð salan á sænska markaðinn árið 1966 eða um 161 þús. tunnur.

Sænsk skip stunduðu tilraunaveiðar á síld á Íslandsmiðum fyrir aldarmótin 1900 en síðan skipulagðar veiðar samfellt frá 1906 til 1962 að undanskildum stríðsárunum, 1916-1920 og 1940-1944. Að öllum líkindum hefur fjöldi skipanna verið misjafn milli ára en í hafnarbók tollgæslunnar á Siglufirði 1946 eru skráð 62 nöfn sænskra síldarskipa. En flest urðu sænsku skipin á Íslandsmiðum árið 1949, 102 að tölu og öfluðu 71 þús. tunnur síldar.

Að jafnaði sóttu mörg þeirra inn á Siglufjörð í helgarlandlegum eða þegar bræla var á miðunum. Um áratugi voru þau bundin í einum hnapp á Pollinum, í innnaverðri höfninni. Þar stóðu tveir eða þrír gamlir bryggjustaurar, Svíastaurarnir svonefndu, sem tvö fyrstu sænsku skipin voru bundin við og síðan lögðust þau hvert utan á annað, gamlar sænskar skútur sem fengið höfðu hjálparvélar. Þarna lágu þær bundnar saman 15-20 að tölu eins og gamlar ljósmyndir sýna.

Þessi skip komu flest frá útgerðarstöðum á vesturströnd Svíþjóðar og má þar nefna meðal annarra: Lysekil, Gautaborg og Strömstad. Veiðar þeirra fóru fram utan íslensku landhelginnar, fyrst 3ja og 4ra mílna landhelgi og loks 12 mílna. Veitt var með reknetum og síldin söltuð í tunnur um borð og þegar lestar voru fullar var stefnan tekin yfir hafið og heim.

Einn sænskur útgerðarmaður reyndi nokkuð fyrir sér í síldariðnaðinum á Siglufirði. Það var John Wedin stórkaupmaður frá Stokkhólmi sem hóf síldarsöltun þar 1909. Hann keypti síðan norsku söltunarstöðina Hareide & Garshol og rak hana fram yfir 1920 þegar fyrirtæki hans Wedin & Ramstedt í Stokkhólmi varð gjaldþrota. Meðfram síldarsöltuninni á Siglufirði vann fyrirtæki hans að niðursuðu síldar og seldi undi nafni Wedin & Ramstedt.

Johan Wedin byggði sér íbúðarhús á Siglufirði sem enn stendur og hefur jafnan borið nafnið Wedins-villan.

Hinn þekkti sænski listamaður og rithöfundur Albert Engström segir frá heimsókn til Siglufjarðar árið 1911 í bók sinni Ät Häcklefjäll, minnen frän Islandsfärd. Þar hittir hann Johan Wedin og lýsir á mjög líflegan hátt því sem fyrir augu ber í síldarbænum.

Bohusläns Museum hefur gert sögu sænskra síldveiðimanna við Íslandsstrendur góð skil með sýningu um síldveiðar Svía frá Bohuslänssvæðinu við Íslandsstrendur. Sýningin er farandsýning og hefur verið sýnd nokkuð víða.

Vinabær Siglufjarðar í Svíþjóð er Vännersborg.

Upphaf síldveiða Finna má rekja aftur til sumarsins 1929,

þegar Finninn H. A. Elfving leigði norsk skip til veiða við Ísland. Afraksturinn varð 4.000 tunnur af síld. Hann var sannfærður um hagkvæmni síldveiðanna þar sem eftirspurn fór vaxandi í Finnlandi og engin síldarmið var að finna í finnskri fiskveiðilögsögu. Hann keypti skip og hóf eigin útgerð á Íslandsmiðum.

Sumarið 1933 stunduðu 11 finnsk skip síldveiðar og veiddu 5.920 tonn eða 65.800 tunnur. Þetta dugði til að svara eftirspurn í Finnlandi upp á 50.000 tunnur og umframmagnið var selt til Englands og Rússlands.

Í síðari heimstyrjöldinni féllu síldveiðar Finna niður í 6 ár. Þeir komu aftur á Íslandsmið 1946 – með einungis 3 skip.

Í kjölfar minnkandi veiði og annarra erfiðleika á sjötta áratugnum hættu mörg finnsk fyrirtæki síldveiðum. Finnar stunduðu síldveiðar við Ísland í 30 ár. Áætluð heildarveiði var tæp 67.000 tonn eða 744.125 tunnur af síld.

Gamla síldarfólkið á Siglufirði minnist enn finnsku síldarskipanna sem sigldu til hafnar í helgarlandlegum og sjómannanna sem gengu stoltir um göturnar með hnífa sína við beltisstað. Einnig er því enn í fersku minni hvernig síldatunnurnar voru merktar fyrirtækjunum Kesko og Tuko en þau voru stærstu kaupendur hinnar margrómuðu Íslandssíldar.

Vinabær Siglufjarðar í Finnlandi er Kangasala.

Síldveiðar Dana á Íslandsmiðum á 20. öld voru umtalsverðar auk þess að Íslendingar seldu þeim mikið af saltsíld flest ár. Síldarafli Dana og Færeyinga var skráður sem eitt í íslenskum aflaskýrslum – svo ekki verður gerður greinamunur á.

Fyrsta skráningin er frá 1907 og virðist um dönsk skip hafa verið að ræða, með afla upp á 1400 tunnur. Aflinn næstu árin fór vaxandi en í miðri fyrri heimstyrjöldinni hættu Danir að senda skip sín til Íslands og komu þau ekki aftur fyrr en áratug síðar. Var afli þeirra góður í nokkur ár fyrir seinna stríð, eða um 50-60 þúsun tunnur árlega. Danir gerðu þá út móðurskipið Chr, Stauning sem 10-15 dönsk og færeysk skip öfluðu fyrir. Árið 1940 lauk að mestu síldveiðum þeim sem skráðar hafa verið á Dani og Færeyinga við Ísland.

Árið 1948 má þó finna í hafnarbókum að 8 dönsk skip hafa átt viðdvöl á Siglufirði og mun skráður afli þeirra hafa verið umtalsverður.

Einn danskur iðjuhöldur, Sören Goos, tók mjög virkan þátt í síldarútveginum á Siglufirði. Hann hóf síldarsöltun þar árið 1908 og keypti síðar síldarhús og bryggjur ásamt lóðarréttindum. Rak árið 1911 bræðsluskipið Alpha í Siglufjarðarhöfn og 1913 byggði hann síldarverksmiðju, A/s Siglufjords Sildeoliefabrik. Öll hús Goos voru rauðmáluð og fyrir það var fyrirtæki hans kallað Rauðka meðal heimamanna.

Goos bjó í Kaupmannahöfn en kom hvert vor siglandi yfir hafið til sumardvalar á Siglufirði, stundum með konu sinni og börnum.

Umsvif Sören Goos í síldinni voru mikil um alllangt skeið. Auk lýsis- og mjölframleiðslunnar rak hann öfluga síldarsöltun á tveimur söltunarstöðvum og stundaði verslun og viðskipti með veiðarfæri og kol. Lengi var hann hæsti útsvarsgreiðandi á Siglufirði.

Árið 1927 keypti hann síldarverksmiðjuna Gránu, sem var fyrsta íslenska verksmiðjan af því tagi. Árið 1934 seldi Goos Siglufjarðarkaupstað báðar verksmiðjur sínar og bryggjur og lauk þar með umsvifum hans á Íslandi.

Vinabær Siglufjarðar í Danmörku er Herning.

Færeyskir fiskimenn höfðu um áratugi mikil tengsl við Siglufjörð. Ekki fer sérstökum sögum af síldveiðum þeirra enda var afli þeirra jafnan skráður með afla danskra síldarskipa. Heimildir herma þó að á 2. áratugnum hafi færeyskur útgerðarmaður gert út enska togara til síldveiða og saltað afla þeirra á Akureyri. Og enn síðar, á 5. áratugnum, hafi íslenska ríkið leigt 10-15 færeysk skip til síldveiða og til að landa í verksmiðjur sem voru fjarri síldarmiðunum hverju sinni.

Færeyingar stunduðu skipulagðar þorskveiðar úti fyrir Norðurlandi hvert sumar um tugi ára. Þangað sóttu þeir á gömlum skútum sínum til handfæraveiða og söltuðu aflann um borð. Margir lögðu rækt við gamlar hefðir og sigldu til hafnar á Siglufirði á laugardögum til að halda hvíldardaginn heilagan. Þeir lögðu skipum sínum jafnan við akkeri í austanverðum firðinum, út af Selvíkurnefi, og reru á léttbátum sínum til hafnar. Mörgum er það eftirminnilegt hve ríkan svip Færeyingar settu á guðsþjónustur í Siglufjarðarkirkju allt fram á áttunda áratug 20. aldar. Einnig var lengi munað eftir bryggjudönsum Færeyinga á laugardagskvöldum. Þá hópuðust þeir á tilteknar síldarbryggjur og sungu sagnakvæði sín og stigu hringdansa með þeim hætti að sláttur tréklossa þeirra barst um bæinn og dró að fjölda forvitinna heimamanna.

Í hafnarbók tollgæslunnar á Siglufirði 1948 eru 113 færeyskar skútur skráðar og árið 1950 45 fiskiskip. Undir það síðasta voru þau orðin mjög fá.

Vinabær Siglufjarðar í Færeyjum er Eidi.

Helstu heimildir:

Hafnarbók tollgæslunnar á Siglufirði 1946-1950.

Silfur hafsins – gull Íslands 3. bindi. Nesútgáfan 2007.

Síldarannáll Hreins Ragnarssonar á sild.is.

Til Heklu – Albert Engström.

Síldarsöltunarstöðvar á Siglufirði – handrit Benedikts Sigurðssonar

Kortfattat om Islänningars sillhistoria och deras relation till de andra nordiska länderna.

Sillen är helt avgörande för islänningarna på nittonhundra talet och utan sillen skulle sannolikt det samhälle som vi känner idag inte ha utvecklats.

Kring sekelskiftet 1900 tog de isländska fiskarna i bruk nya fångsredskap. Detta resulterade i storskaligt torsk- och sillfiske med maskindrivna båtar och effektiva fångsmedtoder.

Norrmännen var de som först började fiska sill i havet vid Island i någon större utsträckning. Huvudsakligen fiskade de vid östkusten under senare delen av artonhundratalet, men efter 1903 också vid nordkusten. Islänningarna lärde sig fort norrmännens fångst- och bearbetningsmetoder och inom kort blev de lika skickliga som norrmännen. Av Islands årliga export utgjorde sillprodukter 25-30% under trettiotalet respektive sextiotalet och som mest 45%. Sillfisket ledde till nya tider på Island med snabb social utveckling. Stagnation och fattigdom under århundraden blev nu historia. Lyckade somrar med sill under världskrisen på trettiotalet då marknaden för torsk var stängd, säkrade troligen nationens ekonomiska självständighet och påskyndade islänningarnas självständighet 1944 gentemot den danska makten. Det som hände på grund av sillfisket på nord- och östkusten blev som ett äventyr för nationen – det stora sill äventyret.

De effektivaste sillfiskarna vid Island var norrmännen.

Under en lång period skickade de 100-150 båtar till fisket och fram till 1930 hade de en mängd sillföretag på Island. I häftet, „Det kommer an på silla“, beskrivs detta i historien.

Andra nordiska länder var också inblandade i Islands sillhistoria. Svenskar, danskar och finnar fiskade också sill vid Islands kust och hörde till de viktigaste köparna av sill.

Det nordiska gemensamma silläventyret tog slut 1968-69 när sillen försvann – sillen hade blivit utfiskad. Det ledde till att Island hamnade i sin största ekonomiska kris under självständighetstiden.

Den norsk-isländska sillstammen, som Islänningar benämner den, har nu efter årtionden av skydd vuxit till sig så att de tidigare sillfiskenationerna på nytt kan fiska sill enligt överenskommelse om kvoter.

Siglufjördurs vänort i Norge är Holmestrand.

Sverige kopplades tidligt till Islands sillfiske och sillindustri på nittonhundratalet.

Den svenska fiskemarknaden var under en längre period den viktigaste för den isländska saltsillen. År 1912 exporterade man ca. 50.000 tunnor till Sverige. Efter att produktions- och kvalitetsfrågor inom sillindustrin hade blivit förbättrade i och med etableringen av Sillindustrinämden 1935, gjordes årliga kontrakt angående produktion av saltsill för svenska företag. Bolaget ABBA var ett av dem som köpte stora mängder sill. År 1966 kulminerade försäljningen på den svenska marknaden med 161.000 tunnor.

Svenska båtar bedrev försöksfiske av sill vid Island före 1900 talet men mellan 1906 och 1962 fiskade de kontinuerligt förutom under krigsåren 1916-1920 och 1940-1944. Troligen har mängden båtar varierat under åren men i tullens hamnkatalog i Siglufjördur finns bokförda 62 namn på svenska sillbåtar. År 1949 var det som mest svenska fiskebåtar vid Island, nämligen 102 båtar och fångsten blev 71000 tunnor sill.

För jämnan kom ett stort antal av dessa båtar till Siglufjördur över helgar eller när vädret var för dåligt för att fiska. I årtionden förtöjdes dessa båtar i en rad utåt i Pollinn inne i hamnen. Där fanns det två eller tre gamla bryggstolpar, som kallades Sverigestolpar. Vid dessa stolpar förtöjdes först två båtar och sedan utifrån dem andra båtar vid sidan om och så en efter en, gamla svenska segelbåtar som hade hjälpmotorer. Där kunde vara 15-20 båtar i rader som man ser på gamla fotografier.

De flesta av dessa båtar kom från Sveriges västkust, bl.a. Lysekil, Göteborg och Strömstad. Fisket ägde rum utanför de isländska territorialvattnen, först utanför tre till fyra mil och senare tolv mil. Man fiskade med driftnät och sillen saltades i tunnor ombord i båtarna. När lastrummen var fulla, seglade båtarna hem.

En svensk redare etablerade sig i sillindustrin på Siglufjördur. Det var John Wedin, stor köp-man från Stockholm som drev ett saltsillföretag där 1909. Sedan köpte han det norska sillföretaget, Hareide & Garshol och hade det till 1920 när hans företag i Stockholm gick i konkurs. Under namnet Wedin & Ramstedt producerade hans företag både saltsill och konserverad sill. Johan Wedin byggde en villa åt sig på Siglufjördur som finns där fortfarande och kallas Wedins-villan.

Den kände svenske konstnären och författaren, Albert Engström berättar om ett besök i Siglufjördur 1911 i sin bok,” Åt Hecklefjäll, minnen från Islandsresa”. Han träffar Johan Wedin och beskriver allt han ser i sillbyn på ett mycket livligt sätt.

Bohusläns Museum har en bra utställning om de svenska sillfiskarna vid Island med en utställning om ”Bohuslänningars sillfiske vid Island”. Utställningen turnerar mellan ett stort antal orter.

Siglufjördurs vänort i Sverige är Vänersborg.

Om finländarnas sillfiske vid Island.

Starten på finländarnas sillfiske kan spåras bakåt till sommaren 1929, då finländare H.A. Elving hyrde norska båtar för att fiska vid Island. Då blev fångsten 4000 tunnor sill. Elving var övertygad om att göra vinst på sillfisket eftersom efterfrågan var växande i Finland och i landet fanns ingen tillgång till sill (eller strömming som det heter där). H.A.Elving köpte båtar och startade sitt eget fiskeföretag på Island.

Sommaren 1933 fanns det 11 finska fiskebåtar som fiskade sill vid Island och fångsten blev då 5920 ton eller 65800 tunnor. Detta räckte till att möta efterfrågan i Finland som då var 50000 tunnor. Resten såldes till England och Ryssland.

Under andra världskriget slutade finländarna att fiska sill vid Island. När de kom tillbaka år 1946 hade de endast tre båtar.

I och med minskande fångst och flera problem på 1960 talet slutade många finländska företag med sillfiske vid Island.

Finländarna fiskade sill vid Island i 30 år. Fångsten blev knappt 67000 ton eller 744125 tunnor sill.

De äldre som jobbade med sill på Siglufjördur minns fortfarande de finska sillbåtarna som låg i hamnen när de inte var ute och fiskade och sjömännen som promenerade på gatorna, stolta med sina knivar i bälten. Man kommer också ihåg hur silltunnorna var märkta, det var Kesko och Tuko, som var de största köparna av den berömda Islandssillen.

Siglufjördurs vänort i Finnland är Kangasala.

Danskarnas sillfiske vid Island på nittonhundra talet var omfattande förutom att de var ganska stora importörer av saltsill under de flesta åren. De isländska fångstrapporterna specificerade inte danskarnas och färöingarnas sillfiske separat.

Den första rapporteringen förs 1907 och då verkar det avse danska båtar med 1400 tunnors fångst. Fångsten ökade de närmaste åren men i mitten av det andra världskriget slutade danskarna att skicka sina båtar till Island och de kom inte tillbaka förrän ett årtionde senare. Deras fångst var bra under några år innan kriget, ca 50-60 tusen tunnor varje år. Danskarna hade då moderskeppet Chr.Stauning med 15-20 fiskebåtar. År 1940 slutade danskarna och färöingarna att fiska sill vid Island. Ändå förekommer det information i hamnrapporter att det under 1948 anlöpte åtta danska båtar i Siglufjördur med betydande fångst.

En dansk redare, Sören Goos, deltog i sillindustrin på Siglufjördur. Han köpte lokaler och bryggor samt tomter 1908. År 1911 hade han fiskmjölsbåten Alpha i Siglufjördurs hamn och 1913 byggde han en sillfabrik, AS Siglufjords Sildeoliefabrik. Alla Goos hus var röda och invånare i Siglufjördur kallade hans företag, Raudka (den röda).

Goos bodde i Köpenhamn men kom varje vår till Siglufjördur med sin fru och sina barn och stannade över sommaren. Under en ganska lång period var Sören Goos mycket aktiv inom sillindustrin. Förutom fiskolje- och foderproduktion hade han en två sillsaltsföretag och sålde både fångstredskap och kol. En längre tid betalade han högst skatt av alla Siglufjördurs invånare.

År 1927 köpte han sillfabriken Grana, som var den första isländska fabriken av den sorten. År 1934 sålde Goos båda sina fabriker till Siglufjördur samt sina bryggor och slutade därmed sitt deltagande i Isländskt arbetsliv.

Siglufjördurs vänort i Danmark är Herning.

Färöiska sjömän hade en bra kontakt med Siglufjördur under många årtionden.

Det finns inte mycket information om färöingars fångster vid Island därför att den rapporterades tillsammans med de danska sillbåtarnas fångst. Det finns dock källor om en färöisk redare på 1920 talet som hade en engelsk trålare som fiskade sill och vars fångst blev saltad på Akureyri. På 1950 talet hyrde den isländska staten 10-15 färöiska båtar som användes till sillfiske och som landade fångsten på ställen som låg långt borta från själva fiskebanken.

Färöingarna fiskade torsk enligt tilldelad kvot utanför nordkusten varje sommar många årtionden. De fiskade med sina gamla segelbåtar och saltade fångsten ombord. Många höll fast i den gamla traditionen och tog ledigt över helgerna. De seglade in till Siglufjördur på lördagarna och helgade söndagen. Båtarna ankrade de i östra delen av fjorden och man använde roddbåtar för att komma i hamn. Många kommer ihåg färöingarna som fyllde Siglufjördurs kyrka på söndagarna ända till 1970 talet.

Man minns också färöingarnas bryggdans på lördagskvällar. Då samlades de på sill bryggorna, sjöng sina sagodikter och dansade ringdanser. Ljudet från deras träskor väckte bybornas nyfikenhet och de kom för att titta.

I Tullens hamnrapport på Siglufjördur 1948 rapporteras det om 113 färöiska segelbåtar och år 1950 om 45 fiskebåtar. Den sista tiden var båtarna mycket få.

Siglufjördurs vänort i Färöarna är Eidi.

Källor:

Hafnarbók tollgæslunnar á Siglufirði 1946-1950.

Silfur hafsins – gull Íslands 3. bindi. Nesútgáfan 2007.

Síldarannáll Hreins Ragnarssonar á sild.is.

Til Heklu – Albert Engström.

Síldarsöltunarstöðvar á Siglufirði – handrit Benedikts Sigurðssonar

Vitafélagið-íslensk strandmenning - vitafelagid(á)vitafelagid.is