Helgina 9.-10. október stendur Vitafélagið – íslensk strandmenning fyrir málþingi á Akureyri og Siglufirði, í samstarfi við heimamenn og Mennta-og menningarmálaráðuneytið í tilefni af tilefningu súðbyrðingsins á lista UNESCO.

Sjá meðfylgjandi dagskrá.

Vitaleiðin opnuð í dag!
Frá Selvogi í Ölfusi að Knarrarósvita í Árborg.

Í tilefni þess að Vitaleiðin verður opnuð laugardaginn 12. júní 2021 býður Kira Kira upp á tónlistarinnsetninguna ”Strandverðir sálarinnar“ í Knarrarósvita á milli 14:00 og 16:00. Verkið er upptaktur í samstarfi Kiru og Vitafélagsins – íslensk strandmenning um röð tónlistarinnsetninga í vitum landsins. Á þessum tíma getur fólk komið og hugleitt við tónaflóð Kiru Kiru á meðan það horfir út yfir Atlantsála.

Knarrarósviti er einn af merkari vitum landsins Hannaður af Axeli Sveinssyni verkfræðingi eftir hugmyndum Guðjóns Samúelssonar húsameistara. Í hönnun vitans birtast áhrif fúnkis- og art nouveau (jugendstil) stefnum í húsagerðarlist sem voru dæmigerðar fyrir Guðjón. Meðal annara verka hans eru Hallgrímskirkja, Akureyrarkirkja, Sundhöllin og Þjóðleikhúsið í Reykjavík.

Knarrarósviti var byggður 1938-1939 og var fyrsti viti á Íslandi byggður úr járnbentri steinsteypu. Hann er 26,2 metrar á hæð og er hann hæsta bygging á Suðurlandi. Vitar eru ljós-, og lífgjafar og geta gengt fjölbreyttu hlutverki á því sviði.

Vitaleiðin er um 50 km löng og nær liggur um suðurströndina frá Selvogi í Ölfusi að Knarrarósvita í Árborg. Vitaleiðin er samstarfsverkefni Markaðsstofu Suðurlands, Sveitarfélagsins Árborgar, Sveitarfélagsins Ölfuss ásamt rekstraraðilum á svæðinu.

Dagskrá

Frekari upplýsingar veitir Kira Kira (Kristín Björk Kristjánsdóttir) í síma 699 8927 og Sigurbjörg Árnadóttir, formaður Vitafélagsins-íslensk strandmenning í síma 823 4417.

Vitafélagið-íslensk strandmenning - vitafelagid(á)vitafelagid.is