Ágætu félagsmenn.  

Ef þið hafið ekki þegar fengið nýjasta tölublað félagsins í hús, þá dettur það inn um lúguna næstu daga. Þar er m.a. að finna auglýsingu um  málþing sem halda átti bæði á Akureyri 10. apríl og á Siglufirði 11.apríl. Þessum málþingum þarf því miður að fresta um sinn vegna Covid 19.  Málþing á Eskifirði 24. apríl er enn á dagskrá. Hvort af því verður þann daginn fer eftir sóttvarnarreglum. Fylgist því með heimasíðu félagsins www.vitafelagid.is  og facebooksíðu. 

Á slóðinni  
https://vimeo.com/oslofilmkompani/review/519919569/eee4aa1ef4 gefur að líta stutta kynningu á norræna súðbyrðingnum. Þetta er stytt útgáfa af myndbandi sem við fulltrúar norrænu félaganna sendum með umsókninni til UNESCO.  

Nú er unnið af krafti að undirbúningi ráðstefnu sem haldin verður í Holbæk og Roskilde í Danmörku dagana 18-21 maí 2022. Þar verður spáð og spekúlerað um:  súðbyrta báta, framtíð þeirra, hefðir sem tengjast þeim, verndun og nýtingu.   

Við höfum einnig opnað sérstaka heimasíðu vegna þessa https://nordicclinkerboats.org  og þar munu koma frekari upplýsingar þegar nær dregur.   

Ef einhverjar spurningar vakna þá hikið ekki við að hafa samband  sibba.arna@gmail.com 

Vitafélagið-íslensk strandmenning - vitafelagid(á)vitafelagid.is