Vitafélagið – Íslensk strandmenning býður landsmönnum gleðilega hátíð og farsælt komandi nýtt ár. Við hlökkum til að geta hist á nýju ári og halda málþingin sem við höfum skipulagt. Að þessu sinni verða málþingin haldin á öllu landinu þar sem við munum meðal annars ræða tilnefningu á heimsminjaskrá UNESCO á norræna súðbyrðingnum, hvaða þýðingu það hefur fyrir okkur sem þjóð og mikilvægi þess að vernda menningararf okkar. Sjáumst á nýju ári og góðar stundir.