Spegill fortíðar – silfur framtíðar

Sjóminjasafninu í Reykjavík, Grandagarði 8

miðvikudaginn 7. febrúar kl. 20:00

Trébátar hafa sál – Ágúst Österby, trébátasérfræðingur

Ágúst er húsasmíðameistari og byggingafræðingur, en hefur helgað stórum hluta ævinnar varðveislu og smíði trébáta. Hann á ellefu slíka.

Í fyrirlestri sínum fjallar hann um hvaða þýðingu trébátar höfðu og hafa  fyrir Íslendinga. Hvernig unnt er að auðvelda viðhald og betri endingu slíkra báta og ávinning þess að tengja saman söfn og iðnskóla.

Framtíð skipasmíða á Íslandi– Daníel Friðriksson, skipatæknifræðingur

Daníel útskrifaðist sem stálskipasmiður 1973 frá Stálvík við Arnarvog, vann síðan sem  skipasmiður og á teiknistofum. Eftir framhaldsnám í Helsingör 1992 sinnti hann ýmsum verkefnum til ársins 2008. Daníel hefur síðan aðallega sinnt ráðgjöf og smíði 30 tonna plastbáta.

Vitafélagið-íslensk strandmenning - vitafelagid(á)vitafelagid.is